Stefnuræðu forsætisráðherra, sem flytja átti sl. miðvikudagskvöld, var frestað og verður ræðan flutt á mánudagskvöldið kemur og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Einsdæmi er að stefnuræðu sé frestað vegna veðurs en þó eru tvö dæmi um frestun af öðrum ástæðum

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Stefnuræðu forsætisráðherra, sem flytja átti sl. miðvikudagskvöld, var frestað og verður ræðan flutt á mánudagskvöldið kemur og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Einsdæmi er að stefnuræðu sé frestað vegna veðurs en þó eru tvö dæmi um frestun af öðrum ástæðum.

„Þetta er ekki mjög gamalt fyrirbæri, þessi formlega stefnuræða, frá 1972 minnir mig. Þetta var með mjög óformlegu sniði framan af og það komst ekki fast snið á þetta fyrr en um 1990 eða þar um kring,“ segir Helgi Bernódusson, fv. skrifstofustjóri Alþingis.

Engin mótmæli bárust

„Þetta voru sannarlega mjög óvenjulegar aðstæður,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis, en hún tók ákvörðun um

...