Jóhanna Soffía Tómasdóttir fæddist í Skagafirði 19. apríl 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 15. janúar 2025.

Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir frá Stöpum og Tómas Jónsson. Hún var næstelst
af átta alsystkinum (ásamt Guðbjörgu tvíburasystur sinni), og átti tvær eldri hálfsystur, sammæðra.

Þegar þær tvíburasystur voru níu ára gamlar fóru þær í fóstur til Sigurlaugar Ólafsdóttur og Jóhanns Sigurðssonar, sem bjuggu á Löngumýri í Skagafirði.

Þar stundaði Jóhanna nám við farskólann og unglingadeildina í Varmahlíð. Árið 1946 flutti hún til Akureyrar og hóf fljótlega nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar, þaðan sem hún útskrifaðist sem gagnfræðingur árið 1948.

Jóhanna eignaðist með Gunnari Jóhanni Sigurjónssyni, f. 3.

...