Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Nú í vor verða liðin 96 ár frá stofnun Sjálfstæðisflokksins og það styttist óðum í að flokkurinn hafi starfað í heila öld. Það er vissulega mikið afrek, en eðli málsins samkvæmt hefur flokkurinn farið í gegnum ýmislegt á þeim tíma sem liðinn er. Það sem eftir stendur er þó að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel gengur þjóðinni vel. Þjóðin hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í yfir 20 ríkisstjórnum af þeim rúmlega 30 sem hafa verið myndaðar frá því að flokkurinn var stofnaður. Við höfum upplifað gífurlegar framfarir á liðinni öld og með réttum ákvörðunum hefur okkur tekist að gera eina fátækustu þjóð heims að einni þeirra ríkustu.

Við sjáum það strax á fyrstu dögum þeirrar vinstristjórnar sem nú situr við völd hvernig hlutirnir geta hratt þróast til hins verra. Einu skilaboð ríkisstjórnarinnar til ferðaþjónustunnar eru að það sé verið að vinna að leiðum til að

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir