Byggt í borginni Kallað er eftir uppbyggingu fjölda hagkvæmra íbúða.
Byggt í borginni Kallað er eftir uppbyggingu fjölda hagkvæmra íbúða. — Morgunblaðið/Eggert

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG telur að borgin eigi að stíga af krafti inn á húsnæðismarkaðinn til að auka framboð hagkvæmra leiguíbúða.

„Ég tel að borgin eigi að vera meiri gerandi á húsnæðismarkaði til þess að stemma stigu við okurleigu,“ segir Líf. Það sér hún fyrir sér að verði gert með því að stofna nýtt félag, Reykjavíkurbústaði, sem skírskotar til verkamannabústaðanna sem byggðir voru á tuttugustu öld. Fyrirmyndina sækir hún meðal annars til Vínarborgar en þar tryggi borgaryfirvöld nægt framboð leiguíbúða, sem aftur haldi niðri leiguverði. Jafnframt taki húsaleigan mið af tekjum.

Horfir til Helsinki

„Þannig gæti Reykjavíkurborg haft áhrif á leigumarkaðinn með því að tryggja meira framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Það er hugmyndin. Ég horfi líka til Helsinki en þar hafa borgaryfirvöld

...