Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka trúir því að Seðlabankinn muni stíga smærri vaxtalækkunarskref við næstu vaxtaákvarðanir, enda vilji peningastefnunefndin ekki slaka á aðhaldinu að neinu ráði á næstunni
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka trúir því að Seðlabankinn muni stíga smærri vaxtalækkunarskref við næstu vaxtaákvarðanir, enda vilji peningastefnunefndin ekki slaka á aðhaldinu að neinu ráði á næstunni.
„Stýrivextirnir elta því fyrst og fremst hjaðnandi verðbólgu og lækkandi verðbólguvæntingar, að minnsta kosti þar til skýr merki koma fram um slaka í hagkerfinu,“ segir Jón Bjarki.
Hann segir það hafa verið athyglisvert að sjá nýtt mat Seðlabankans á framleiðsluspennu breytast á þann veg að slaki muni myndast heldur fyrr í hagkerfinu en áður var talið og verða öllu meiri bæði í ár og næsta ár. Það ætti að vita á gott varðandi heldur minni eftirspurnarþrýsting á næstunni en ella.
...