![](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/dc8e49a9-a224-4cb1-a0b1-13bef89e3a7c.jpg)
Oddný Elín Magnúsdóttir fæddist í Fagradal í Vopnafirði 27. apríl 1949. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík, 30. janúar 2025.
Foreldrar Oddnýjar Elínar voru Guðbjörg Ólöf Kristjánsdóttir, f. í Fagradal 14. júlí 1914, d. 1. september 1994, og Magnús Ólafur Guðmundsson, f. á Teigi í Vopnafirði 1913, d. 28. desember 2003. Þau giftu sig 17. júlí 1942, bjuggu saman í Fagradal frá 1942 til 1964, og ólu þar upp börn sín, áður en þau fluttu í þorpið til Vopnafjarðar og bjuggu þar til dánardags.
Eftirlifandi eiginmaður Oddnýjar Elínar er Halldór Valdimarsson, f. 27. ágúst 1950 á Húsavík. Oddný Elín og Halldór giftu sig 30. júní 1973. Synir þeirra eru þrír, Valdimar, f. 24. nóvember 1973, Óli, f. 10. maí 1975, og Magnús, f. 29. apríl 1980. Sambýliskona Óla er Berglind Ragnarsdóttir, f. 19. desember 1980, og eiginkona Magnúsar er Freyja
...