Ragnar J. Jónsson fæddist 4. janúar 1937. Hann lést 9. janúar 2025.
Útför fór fram 21. janúar 2025.
Lífsbók Ragnars Jónssonar hefur verið lokað.
Við Ragnar kynntumst á níunda áratug síðustu aldar í starfi á vettvangi handknattleiksdeildar FH.
Við fyrstu kynni skynjaði maður að þar fór maður sem talaði um handknattleik af þekkingu. Hann hafði verið máttarstólpi í FH-liði Hallsteins Hinrikssonar sem lagði grunn að glæstum sigrum FH. Á þeim tíma var hann í landsliði Íslands sem lék á stóra sviði handboltans. Mjög líklega hefði Ragnar í dag haslað sér völl utan landsteinanna sem leikmaður – slíkir voru hæfileikarnir.
Á níunda áratugnum tók Ragnar við þjálfun meistaraflokks kvenna í FH og gerði að Íslands- og
...