Hvers kyns uppfinning í tollastríði kemur sem bjúgverpill í höfuð þess er sendi verpilinn á loft. Tilraunin leiðir til tjóns fyrir þann sem reynir.
Vilhjálmur Bjarnason
Á síðustu öldum hefur í nokkrum mæli borið á því að gerðar hafa verið vettvangstilraunir í hagfræði. Ein slík tilraun er gerð í Venesúela. Þar blandast saman stjórnmálafræði og hagfræði. Tilraunin er sambærileg við tilraunabúskap á Kúbu, en sú tilraun hefur staðið í 65 ár. Tilraununum er ekki lokið en fram til þessa er eftirtekjan eymd.
Kenning um utanríkisviðskipti
Það var fyrir tveimur öldum að hagfræðingurinn David Ricardo setti fram kenningu um verkaskiptingu í framleiðslu. Kenningin er kennd við sambærilegan hagnað eða hlutfallslega yfirburði (e. comparative advantage).
Kennisetning Ricardo er um margt fullkomnari en flestar kenningar félagsvísinda, því hún byggist á allra einföldustu stærðfræði, hlutfallareikningi.
...