„Við skrifuðum undir viljayfirlýsingu um verkefnið á síðasta ári en vorum að klára samning um svæðið núna í vikunni og nú getum við farið að byrja skipulagsvinnuna og hönnun á svæðinu,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Blue Vacations og einn af eigendum Ektabaða ehf
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við skrifuðum undir viljayfirlýsingu um verkefnið á síðasta ári en vorum að klára samning um svæðið núna í vikunni og nú getum við farið að byrja skipulagsvinnuna og hönnun á svæðinu,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Blue Vacations og einn af eigendum Ektabaða ehf. Samningur Ektabaða ehf. við Dalvíkurbyggð verður til 99 ára og var hann undirritaður á Baccalau bar Elvars Reykjalín, sem er framkvæmdastjóri Ektafisks og frumkvöðull í ferðamennsku á Hauganesi.
Framkvæmdir í áföngum
„Núna getum við farið að undirbúa framkvæmdir fyrir alvöru, en við fengum 10 hektara lands upp af fjörunni við Hauganes í Eyjafirði og þar er áformuð ferðatengd starfsemi á vegum Ektabaða ehf. þar sem verða m.a. hótel, bústaðir
...