Lilja Ingólfsdóttir hlaut í vikunni hæfileikaverðlaun Nordisk Film fyrir kvikmynd sína Elskling, en verðlaunin voru afhent í Noregi. Fyrstu tíu árin voru verðlaunin kennd við stofnunina Nordisk Film en frá kvikmyndaárinu 2024 nefnast þau Ísbjörninn. Lilja hlaut að launum ríflega 1,2 milljónir íslenskra króna. Í umsögn dómnefndar segir: „Vinningshafi ársins býr yfir einstakri rödd og er mikil hæfileikamanneskja sem við hlökkum til að fylgjast með í framtíðinni. Hún skrifaði ekki aðeins handritið og leikstýrði myndinni, heldur hannaði einnig leikmynd og búninga, ásamt því að klippa myndina sjálf. Verk hennar endurspeglar kvikmyndagerðarmanneskju sem býr yfir djúpu mannlegu innsæi og sérstökum hæfileikum til að skapa frásögn sem sannarlega snertir við áhorfendum.“