![Viðskipti Guðmundur Fertram Sigurjónsson er forstjóri Kerecis.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/c9ce671f-955f-4d0d-aabd-a8a7e01ce5f8.jpg)
Coloplast, fyrirtækið danska sem keypti Kerecis, kynnti í vikunni uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2024. Þar kemur fram að fyrirtækið geri ráð fyrir greiðslum vegna flutninga á hugverkaréttindum tengdum Kerecis frá Íslandi til Danmerkur.
Alls eru þetta greiðslur upp á um 2 milljarða danskra króna, eða um 39 milljarða íslenskra króna, sem þá renna til Íslenska ríkisins. Áætlað er að greiðslurnar verði gerðar á árinu 2026. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, sendi jafnframt frá sér tilkynningu í gær og staðfesti greiðslurnar.
Morgunblaðið hafði samband við forsvarsmenn Coloplast, sem nefndu að greiðslurnar væru sannarlega 2 milljarðar danskra króna en út af stæðu um 1,3 milljarðar danskra króna sem enn ætti eftir að greiða. Aðrar greiðslur voru greiddar við kaup
...