![Leikskóli Kæru leikskólans Sælukots var vísað frá úrskurðarnefnd.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/f9735460-55a9-41e5-85ef-dadb44075223.jpg)
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru leikskólastjóra leikskólans Sælukots í Reykjavík vegna framferðis fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar skólanum var lokað tímabundið í nóvember sl. vegna músagangs.
Nefndin segir að kærufrestur hafi verið liðinn þegar kæran barst.
Tveir fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins komu í skólann 5. nóvember til að taka út húsnæði leikskólans og fundu músagildrur og ummerki um mýs og fyrirskipuðu tafarlausa lokun leikskólans. Leikskólastjórinn taldi að sú fyrirskipun hefði verið hóflaus og án málefnalegrar ástæðu því sú heilbrigðisógn sem til staðar hefði verið gæti ekki réttlætt svo harkalegar aðgerðir. Fullyrt var í kærunni að öll framganga fulltrúanna hefði einkennst af hömlulausum vilja til valdbeitingar og allur eftirleikurinn miðast við að réttlæta þessa
...