Að sýna á spilin er að láta fyrirætlanir sínar í ljós. Að halda vel (eða illa) á spilunum er að notfæra sér aðstæður vel (eða illa)
Að sýna á spilin er að láta fyrirætlanir sínar í ljós. Að halda vel (eða illa) á spilunum er að notfæra sér aðstæður vel (eða illa). Og að leggja spilin á borðið er að greina frá öllum staðreyndum máls. Eins og sjá má geta þessar líkingar vel komið að notum þótt maður sé ekki spilafífl: maður sem er sólginn í að spila á spil.