Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, þ. á m. um dagskrá forseta. Á vefsíðu umboðsmanns Alþingis segir að hann hafi óskað eftir…

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, þ. á m. um dagskrá forseta.

Á vefsíðu umboðsmanns Alþingis segir að hann hafi óskað eftir upplýsingunum vegna fréttar RÚV í liðinni viku þar sem fram kom að skrifstofa forseta Íslands hefði hafnað beiðni um að afhenda dagskrá forsetans.

Óskaði fréttastofa RÚV þá eftir upplýsingum um ferðir Höllu Tómasdóttur forseta í janúar, þar sem hún komst ekki í minningarathöfn um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Á því hafi verið byggt að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum því að það væri oft gestgjafans að tilkynna um slíkt auk þess sem fleiri sjónarmið gætu komið þar við sögu, svo sem öryggissjónarmið.

Segir í tilkynningu umboðsmanns að hann óski eftir

...