Listgagnrýnandi The Washington Post, Sebastian Smee, nefnir tvö vídeóverk sem bestu listaverk 21. aldar. Annað er vídeóverkið „The Visitors“ eftir Ragnar Kjartansson, sem nú er til sýnis í San Francisco Museum of Modern Art, en hitt er…
Bestur Ragnar á eitt besta listaverk 21. aldarinnar að mati rýnis.
Bestur Ragnar á eitt besta listaverk 21. aldarinnar að mati rýnis. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Listgagnrýnandi The Washington Post, Sebastian Smee, nefnir tvö vídeóverk sem bestu listaverk 21. aldar. Annað er vídeóverkið „The Visitors“ eftir Ragnar Kjartansson, sem nú er til sýnis í San Francisco Museum of Modern Art, en hitt er „The Clock“ eftir Christian Marclay sem verður til sýnis í Listasafni Íslands frá 2. maí til 22. júní.

„Ef ég væri beðinn að nefna fimm bestu listaverk 21. aldar, þá þyrfti ég nokkra daga til þess að fylla þrjú neðstu sætin. En ég ætti ekki í neinum vanda með að nefna fyrsta og annað sætið sem eru vídeólistaverkin „The Clock“ eftir Christian Marclay og „The Visitors“ eftir Ragnar Kjartansson (ekki endilega í þessari röð),“ segir Smee í nýlegri rýni sinni

...