Ríkisstjórn Finnlands hefur lagt til frumvarp sem meinar ríkisborgurum þeirra ríkja sem stunda árásarstríð gegn öðrum þjóðum að kaupa fasteignir á finnsku landsvæði. Með þessu er sérstaklega verið að beina spjótum að ríkisborgurum Rússlands og er…
Antti Hakkanen
Antti Hakkanen

Ríkisstjórn Finnlands hefur lagt til frumvarp sem meinar ríkisborgurum þeirra ríkja sem stunda árásarstríð gegn öðrum þjóðum að kaupa fasteignir á finnsku landsvæði. Með þessu er sérstaklega verið að beina spjótum að ríkisborgurum Rússlands og er það með vísan í árásarstríð Moskvuvaldsins gegn Úkraínu sem nú hefur staðið yfir í um þrjú ár. Hafa rússneskir hermenn ítrekað verið sakaðir um gróf ofbeldisverk, þ. á m. stríðsglæpi gegn hermönnum Úkraínu og almennum borgurum.

Var það varnarmálaráðherra Finnlands, Antti Hakkanen, sem tilkynnti þetta. Sagði hann ríkisstjórnina myndu leggja fram frumvarp fyrir þingið sem bannaði rússneskum ríkisborgurum að kaupa fasteignir þar í landi. Tilgangur þessa frumvarps er, að sögn ráðherrans, að auka öryggi Finnlands og þeirra sem þar búa. Áðurnefnt lagafrumvarp mun þó ekki tilgreina sérstaklega Rússland eða ríkisborgara þess. Ráðherrann sagði það þó taka til Rússa og fyrirtækja í eigu einstaklinga með ríkisfang í Rússlandi í

...