Drjúg Katie Cousins hefur skorað 13 mörk í 58 leikjum í Bestu deild.
Drjúg Katie Cousins hefur skorað 13 mörk í 58 leikjum í Bestu deild. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bandaríska knattspyrnukonan Katie Cousins er komin til liðs við Þrótt í Reykjavík á nýjan leik eftir að hafa leikið með Val á síðasta tímabili. Katie, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Þrótti 2021 og 2023 en með Angel City í Bandaríkjunum þar á milli. Hún hefur verið með bestu leikmönnum Bestu deildarinnar undanfarin ár og það kom mjög á óvart þegar Valur bauð henni ekki nýjan samning. Katie samdi við Þrótt til tveggja ára.