![](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/b360422d-d58e-4290-8961-f0201a741cde.jpg)
Guðbjörn Reynir Guðsteinsson fyrrverandi skólastjóri lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. febrúar, 91 árs að aldri.
Reynir fæddist 10. maí 1933 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson skipstjóri og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja.
Hann lauk kennara- og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957, BA-prófi í uppeldis- og sálarfræði frá Háskóla Íslands 1983 og prófi í barna- og unglingaráðgjöf frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1996.
Reynir kenndi við Hlíðardalsskóla 1957-1958, var skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík 1958-1962, skólastjóri Barnaskóla S.D.A í Vestmannaeyjum 1962-1966 og skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum 1966-1979. Eftir það var hann kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari við þann skóla 1980 og skólastjóri frá 1984.
...