The Good Wife er bandarísk þáttaröð sem við duttum niður á fyrir nokkrum vikum og er aðgengileg í Sjónvarpi Símans. Þar er að finna einar sjö þáttaraðir og yfir 150 þætti þannig að Florrick-hjónin gætu hæglega verið á skjánum næstu mánuðina, svo framarlega sem þættirnir eldast vel
Aðal Alicia Florrick og samstarfskona.
Aðal Alicia Florrick og samstarfskona.

Víðir Sigurðsson

The Good Wife er bandarísk þáttaröð sem við duttum niður á fyrir nokkrum vikum og er aðgengileg í Sjónvarpi Símans. Þar er að finna einar sjö þáttaraðir og yfir 150 þætti þannig að Florrick-hjónin gætu hæglega verið á skjánum næstu mánuðina, svo framarlega sem þættirnir eldast vel.

Enn sem komið er hafa þeir aðdráttarafl, eftir um 20 þætti er maður ennþá til í einn þátt fyrir svefninn, og einhver er ástæðan fyrir því að þeir lifðu eins lengi og raun ber vitni. Þetta er lögfræði/stjórnmáladrama og gerist í Chicago þar sem lögfræðingurinn Alicia Florrick og fyrrverandi saksóknarinn Peter, eiginmaður hennar, eru í aðalhlutverkum ásamt lögfræðingnum Will Gardner, vinnuveitanda Aliciu.

Í byrjun fyrstu þáttaraðar er Peter kominn í fangelsi vegna meintrar spillingar og kynlífshneykslis en freistar þess að sanna sakleysi sitt og vinna aftur traust eiginkonunnar. Á sama tíma

...