„Ég get ekki sagt að aðkoman hafi verið glæsileg. Mér fannst hún mjög sorgleg ef ég á að vera hreinskilin,“ segir Sandra Finnsdóttir, kirkjuvörður í Siglufjarðarkirkju. Óveðrið sem gekk yfir landið reif upp dyr Siglufjarðarkirkju upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudags og braut þær illa
Siglufjörður Björgunarsveitarmenn bjarga því sem eftir stendur af hurðum kirkjunnar sem fuku í ofsaveðri.
Siglufjörður Björgunarsveitarmenn bjarga því sem eftir stendur af hurðum kirkjunnar sem fuku í ofsaveðri. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Ég get ekki sagt að aðkoman hafi verið glæsileg. Mér fannst hún mjög sorgleg ef ég á að vera hreinskilin,“ segir Sandra Finnsdóttir, kirkjuvörður í Siglufjarðarkirkju.

Óveðrið sem gekk yfir landið reif upp dyr Siglufjarðarkirkju upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudags og braut þær illa. Hurðin í útidyrum kirkjunnar er tvöföld, úr massífum tekkvið, og gáfu báðir hlutar hennar sig. Sandra segir að báðar hurðirnar hafi brotnað af lömunum. Björgunarsveitarmenn hafi svo skrúfað niður það sem eftir var af hurðunum og byggingarfyrirtæki hafi komið og sett upp bráðabirgðahurð.

„Það er eins og þær hafi bara rifnað af. Önnur hurðin lá í dyragættinni en hin hafði fokið út og stöðvast við handrið sem er við aðgengi fatlaðra. Hún lá bara þar. Þær eru báðar illa farnar.“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þetta gerist. Síðast

...