![](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/0ad5d69e-ca44-489c-93b3-7f94fd944d3b.jpg)
— Morgunblaðið/Eyþór
Landsmenn önduðu flestir léttar seinnipartinn í gær þegar mesti veðurofsinn var genginn niður og rauðum viðvörunum hafði verið aflétt. Ofsaveðrið sem gekk yfir landið á miðvikudag og fimmtudag var það versta í áratug. Frá því að viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands var tekið upp í lok árs 2017 höfðu 14 rauðar veðurviðvaranir verið gefnar út. Á tæpum sólarhring var það met slegið þegar alls 15 rauðar viðvaranir voru gefnar út. Þessir ferðamenn lentu í mestu vandræðum við Hörpu í gær. » 4 og 6