Átta umsækjendur af ellefu um embætti rektors Háskóla Íslands voru í gær metnir hæfir til þess að gegna embættinu, en háskólaráð fundaði í gær og ræddi rektorskjörið. Fór ráðið yfir niðurstöðu millifundanefndar ráðsins, en nefndinni var falið að…

Átta umsækjendur af ellefu um embætti rektors Háskóla Íslands voru í gær metnir hæfir til þess að gegna embættinu, en háskólaráð fundaði í gær og ræddi rektorskjörið. Fór ráðið yfir niðurstöðu millifundanefndar ráðsins, en nefndinni var falið að meta hvaða umsækjendur uppfylltu þau skilyrði sem gilda um embættisgengi rektors.

Samkvæmt reglum skólans eru þeir einir embættisgengir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun.

Niðurstaða háskólaráðs varð sú að átta umsækjendur töldust uppfylla skilyrðin, þau Björn Þorsteinsson heimspekiprófessor, Ganna Pogrebna, prófessor við háskólann í Sydney, Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í matvælafræði og aðstoðarrektor vísinda og samfélags, Kolbrún Þ. Pálsdóttir,

...