„Ný ríkisstjórn er einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað í Vatnsmýrinni, svo einfalt er það,“ sagði Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar á…
Völlurinn kyrr Samgönguráðherra var ómyrkur í máli á fundi um framtíð og stöðu Reykjavíkurflugvallar í gærkvöldi og uppskar fögnuð fundargesta.
Völlurinn kyrr Samgönguráðherra var ómyrkur í máli á fundi um framtíð og stöðu Reykjavíkurflugvallar í gærkvöldi og uppskar fögnuð fundargesta. — Morgunblaðið/Eggert

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ný ríkisstjórn er einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað í Vatnsmýrinni, svo einfalt er það,“ sagði Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar á Hótel Reykjavík Natura í gærkvöldi þar sem sérfræðingar tóku til máls um stöðu vallarins, rekstraráskoranir og horfur til framtíðar.

Það blés í gær og það blés í dag og það hefur gustað hressilega um Reykjavíkurflugvöll um árabil,“ hóf Eyjólfur mál sitt.

Kvað hann það hafa verið heiðskírt í sínum huga um langan tíma að framtíð aðalflugvallar og miðstöðvar innanlandsflugs væri í Reykjavík til lengri tíma „og þá hér í Vatnsmýrinni“, tók hann

...