Fara þarf aftur til marsmánaðar árið 2015 til að finna sambærilegt ofsaveður og gekk yfir landið á miðvikudag og fimmtudag. Þetta segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar var tekið upp seinnipart ársins 2017
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fara þarf aftur til marsmánaðar árið 2015 til að finna sambærilegt ofsaveður og gekk yfir landið á miðvikudag og fimmtudag. Þetta segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar var tekið upp seinnipart ársins 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi hafa að meðaltali verið gefnar út 373 viðvaranir á ári síðan þá. Sjaldgæft er að rauðar viðvaranir séu gefnar út.
„Það er óvenjulegt að við förum upp í rauða viðvörun. Við gerum það ekki nema í verulega slæmu veðri,“ segir Kristín í samtali við Morgunblaðið.
Fram til loka árs 2024 höfðu aðeins verið gefnar út 14 rauðar viðvaranir frá því viðvörunarkerfið
...