Sprett er úr spori á vefsíðunni hlaupadagskra.is sem sett var í loftið nýlega. Þar er heildstætt yfirlit yfir alla hlaupaviðburði sem efnt verður til á árinu, en þeir eru alls 118 og eitthvað gæti bæst við enn
Leiðtogar Óskar Þór Þráinsson, til vinstri, og Tómas G. Gíslason í hlaupagallanum hér fyrir framan Höfða.
Leiðtogar Óskar Þór Þráinsson, til vinstri, og Tómas G. Gíslason í hlaupagallanum hér fyrir framan Höfða. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Sprett er úr spori á vefsíðunni hlaupadagskra.is sem sett var í loftið nýlega. Þar er heildstætt yfirlit yfir alla hlaupaviðburði sem efnt verður til á árinu, en þeir eru alls 118 og eitthvað gæti bæst við enn. „Markmiðið er að svara þeirri þörf að á einum stað séu aðgengilegar upplýsingar um öll almenningshlaup sem efnt er til. Þótt stórir viðburðir hafi verið vel kynntir hefur sitthvað vantað inn, svo sem utanvegahlaupin sem njóta sívaxandi vinsælda,“ segir Óskar Þór Þráinsson hlaupari, sem með Tómasi G. Gíslasyni félaga sínum stendur að þessari síðu.

Hlauparar nái settu marki

Um hlaupin 118 sem komin eru á skrá er það að segja að 56 þeirra eru nú þegar staðfest eða skráning í þau hafin. Til 52 þeirra er efnt

...