![Kaitlyn Dever leikur aðalhlutverkið í þáttunum Apple Cider Vinegar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/9b19b556-ff56-44da-8548-91498b5f0656.jpg)
Kaitlyn Dever leikur aðalhlutverkið í þáttunum Apple Cider Vinegar.
— AFP/Arturo Holmes
Svindl Netflix hefur hafið sýningar á dramamyndaflokknum Apple Cider Vinegar. Kaitlyn Dever leikur þar Belle Gibson, ástralskan áhrifavald, sem skrökvar því að hún hafi verið með krabbamein í höfði sem henni hafi tekist að lækna með óhefðbundnum aðferðum, svo sem mataræði og lífsstíl. Gibson græðir á tá og fingri við upphaf Instagram-æðisins upp úr 2010. En komast ekki svik upp um síðir?