![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/f8867cf2-9f5a-4084-93ee-d25b40c7173d.jpg)
Sigríður Inga Sigurðardóttir, Sigga frá Skuld, fæddist í Vestmannaeyjum 14. apríl 1925. Hún lést, eftir stutt veikindi, á hjúkrunarheimilinu Eir 16. janúar 2025.
Sigríður var næstyngst af ellefu systkinum og ólst upp á myndarheimilinu Skuld í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Ingunn Jónasdóttir, f. 1883 á Helluvaði á Rangárvöllum, d. 1960, og Sigurður Pétur Oddsson, f. 1880 á Krossi í Landeyjum, d. 1945.
Þann 14. október 1944 giftist Sigríður Ingólfi Theódórssyni netagerðarmeistara, f. 1912, d. 1988. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Ingi, f. 1945, hann er kvæntur Jónu Berg Andrésdóttur, f. 1947. Börn þeirra eru Andrea Inga, f. 1965, Tryggvi Rúnar, f. 1971, og Guðni Steinar, f. 1979. 2) Elín Björg, f. 1946, d. 1946. 3) Hugrún Hlín, f. 1948, d. 2003. Hún giftist Alfreð Guðmundssyni og eignuðust þau Sigríði Drífu, f. 1966, en þau skildu. Hún
...