![Hannesarholt Síðasta heimili Hannesar Hafstein, á Grundarstíg 10.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/55a68416-855a-4c3a-82e9-5a5629a7b0ee.jpg)
Blásið verður til afmælishátíðar í Hannesarholti í dag í tilefni af því að 12 ár eru liðin frá því að menningarhúsið hóf starfsemi í síðasta heimili Hannesar Hafstein, á Grundarstíg 10. „Í húsinu hefur verið rekin fjölbreytt menningarstarfsemi þessi ár, með aðkomu fjölda listamanna, fræðimanna og leikmanna,“ eins og segir í viðburðarkynningu.
Þar kemur fram að á síðasta ári hafi til að mynda verið 106 menningarviðburðir í húsinu og þar af 54 án endurgjalds. „Það er eitt af leiðarljósum í starfsemi Hannesarholts að húsið sé opið öllum og ekki sé nauðsynlegt að taka upp pyngjuna til að njóta þess sem Hannesarholt hefur upp á að bjóða. Afmælisdagurinn verður engin undantekning. Alls verða fjórir viðburðir þann daginn, sem spanna upplestur úr bókum, fjöldasöng, afmælishátíð og loks tveggja rétta afmæliskvöldverð, sem er sá eini þessara viðburða sem kostar inn
...