Ljósvaki dagsins er nýbúinn að horfa á allar seríurnar af hinum bráðskemmtilegu þáttum A Good Place. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir þar sem þeir blanda saman mikilli skemmtun, siðferði og heimspeki
Fyndinn Manny Jacinto er góður í þáttunum.
Fyndinn Manny Jacinto er góður í þáttunum. — AFP/Julie Sebadelha

Jóhann Ingi Hafþórsson

Ljósvaki dagsins er nýbúinn að horfa á allar seríurnar af hinum bráðskemmtilegu þáttum A Good Place. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir þar sem þeir blanda saman mikilli skemmtun, siðferði og heimspeki. Úr verður einstök blanda sem svínvirkar.

Á milli þess sem ég skellihló og hugsaði um tilgang lífsins komu jafnvel nokkur tár. Sjónvarpsefni sem vekur mismunandi tilfinningar og nær að vera skemmtilegt í senn er í miklu uppáhaldi.

Í mjög stuttu máli snúast þættirnir um að fólk vaknar í stól og því er tjáð að það sé látið og komið til himna. Ekki er hins vegar allt sem sýnist en ég ætla ekki að skemma óvæntu beygjurnar sem þættirnir taka. Ég hvet þig, lesandi góður, til að horfa sjálfur.

Það er

...