Brúðkaup yngri dóttur Í giftingu Elínar Svöfu og Sigurðar. Bjarni Thoroddsen og Ásta eiginkona hans hér til hægri.
Brúðkaup yngri dóttur Í giftingu Elínar Svöfu og Sigurðar. Bjarni Thoroddsen og Ásta eiginkona hans hér til hægri.

Bjarni Thoroddsen fæddist 8. febrúar 1945 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Melaskólann, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Héraðsskólann að Núpi og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Hann dvaldi einnig í sveit að Ási í Ásasveit og á Geldingalæk á Rangárvöllum.

Eftir að hafa unnið í eitt ár hjá Vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar flutti hann til Þýskalands. Þar nam hann fyrst hjá Daimler-Benz í Stuttgart og hélt síðan til Hannover, þar sem hann sótti undirbúningsnám fyrir útlendinga áður en hann innritaðist í Tækniháskólann í Hannover.

Bjarni lauk BSc-prófi í almennri vélaverkfræði árið 1972. Strax að námi loknu hóf hann störf hjá fyrirtækinu Rüter-bau í Langenhagen, Hannover, sem vann að umfangsmiklum og áhugaverðum verkefnum á þeim tíma. Meðal verkefna má nefna smíði nýrrar flughafnar í Moskvu fyrir Ólympíuleikana og byggingu

...