Fyrri undankeppni Söngvakeppninnar fer fram á RÚV í kvöld, kl. 19.45 en fimm keppendur kvöldsins hafa þegar hitað upp í Skemmtilegri leiðinni heim á K100 með flutningi á eldri Söngvakeppnislögum sem hafa snert við þeim með einhverjum hætti

Fyrri undankeppni Söngvakeppninnar fer fram á RÚV í kvöld, kl. 19.45 en fimm keppendur kvöldsins hafa þegar hitað upp í Skemmtilegri leiðinni heim á K100 með flutningi á eldri Söngvakeppnislögum sem hafa snert við þeim með einhverjum hætti. Birgo flutti „Power“ eftir Diljá, Bia tók „Is It True?“ eftir Jóhönnu Guðrúnu og VÆB söng „Vestrið villt“ með Bashar Murad. Ágúst Þór flutti „Með hækkandi sól“ með Systrum frá 2022 og Stebbi JAK tók „Lífið er lag“ með Model frá 1987. Flutning keppenda má sjá á K100.is og á Instagram-síðu K100.