Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins á áttunda tímanum í gærkvöldi. Viðræður Framsóknar um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Flokki fólksins og Viðreisn…
![Breytingar Framsókn boðaði breytingar sem nú er að vænta eftir að flokkurinn sprengdi þaulsætinn meirihluta.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/e478e540-8899-46ea-b77a-8f124d6f4913.jpg)
Breytingar Framsókn boðaði breytingar sem nú er að vænta eftir að flokkurinn sprengdi þaulsætinn meirihluta.
— Morgunblaðið/Karítas
Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Viðræður Framsóknar um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Flokki fólksins og Viðreisn eru hafnar, en í samtali við Morgunblaðið segist Einar sjá fyrir sér að hann verði áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta.
Hann segir hinn fallna meirihluta ekki hafa náð nægjanlega miklum árangri á kjörtímabilinu.
„Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að laga reksturinn eru ýmsar ákvarðanir sem við verðum að taka og ég sé ekki fram á að það náist innan þessa meirihluta. Ákvarðanir í skipulagsmálum, ákvarðanir
...