Meiddur Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar glímir við meiðsli.
Meiddur Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar glímir við meiðsli. — Morgunblaðið/Eyþór

Víkingur úr Reykjavík verður án sex leikmanna þegar liðið mætir gríska stórliðinu Panathinaikos í fyrri leik þeirra í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í Helsinki í Finnlandi í næstu viku. Fótbolti.net greinir frá því að Róbert Orri Þorkelsson, Gunnar Vatnhamar, Atli Þór Jónasson og Pablo Punyed verði allir frá vegna meiðsla. Þá verða þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen ekki með þar sem þeir taka báðir út leikbann.