Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum er þeir gjörsigruðu Hött frá Egilsstöðum á heimavelli, 92:58, í úrvalsdeild karla í körfubolta á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valur fór upp að hlið Grindavíkur í fjórða sæti með sigrinum…
Varnarleikur Justin Roberts hjá Hetti kemst lítt áleiðis gegn ágengum varnarmönnum Valsmanna í leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Varnarleikur Justin Roberts hjá Hetti kemst lítt áleiðis gegn ágengum varnarmönnum Valsmanna í leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum er þeir gjörsigruðu Hött frá Egilsstöðum á heimavelli, 92:58, í úrvalsdeild karla í körfubolta á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Valur fór upp að hlið Grindavíkur í fjórða sæti með sigrinum en Höttur er í næstneðsta sæti með átta stig, sex stigum frá öruggu sæti, og í mikilli hættu á að falla niður í 1. deild.

Hattarmenn byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhlutann 19:17. Valur svaraði hins vegar með 33:15-sigri í öðrum leikhluta og 26:15-sigri í þeim þriðja. Valsmenn héldu áfram að bæta í forskotið í fjórða leikhlutanum og úr varð afar sannfærandi sigur.

Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá Val með 22 stig og þeir Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson skoruðu 13 hvor. Gustav Suhr-Jessen og David Ramos gerðu

...