Tindastóll Samningur um rekstur skíðasvæðisins er kominn á og nú vantar bara meiri snjó til að geta opnað brekkurnar. Myndin er úr safni.
Tindastóll Samningur um rekstur skíðasvæðisins er kominn á og nú vantar bara meiri snjó til að geta opnað brekkurnar. Myndin er úr safni.

„Þetta gekk blessunarlega eftir, tók sinn tíma en hafðist með góðri samvinnu beggja aðila,“ segir Helga Daníelsdóttir, formaður skíðadeildar Tindastóls, en deildin hefur náð samningi við sveitarfélagið Skagafjörð um rekstur á skíðasvæðinu í fjallinu Tindastóli. „Nú bíðum við bara eftir að fá snjóinn til að geta opnað aftur,“ segir Helga.

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu rann rekstrarsamningur milli sveitarfélagsins og Tindastóls út í desember 2023 og á síðasta ári lagði sveitarfélagið til fjármagn án þess að nýr samningur væri gerður.

Að sögn Helgu er samningurinn nú til þriggja ára. Auk samnings við Skagafjörð er ætlunin að ná samningum við nágrannasveitarfélögin í vestri, þ.e. Húnabyggð (Blönduós) og Skagaströnd. Íbúar þar hafa í vaxandi mæli sótt skíðasvæðið í Tindastóli heim.

...