Dagný Brynjarsdóttir, ein reyndasta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin í landsliðshópinn á ný eftir 22 mánaða fjarveru. Hún lék síðast með liðinu þegar það mætti Sviss í vináttulandsleik 11
38 mörk Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki í leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvellinum fyrir þremur árum.
38 mörk Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki í leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvellinum fyrir þremur árum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Landsliðið

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Dagný Brynjarsdóttir, ein reyndasta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin í landsliðshópinn á ný eftir 22 mánaða fjarveru.

Hún lék síðast með liðinu þegar það mætti Sviss í vináttulandsleik 11. apríl 2023 í Zürich, en Ísland vann þar 2:1 með mörkum Glódísar Perlu Viggósdóttur og Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Endurkoma Dagnýjar gæti einmitt verið gegn Sviss, og í sömu borg, því Þorsteinn Halldórsson valdi í gær 23 manna hóp fyrir
tvo fyrstu leikina í Þjóðadeildinni, gegn Sviss í Zürich föstudaginn
21. febrúar og gegn Frakklandi
í Le Mans þriðjudaginn 25. febrúar.

Næstmarkahæst frá upphafi

Dagný lék

...