Senn verða liðin tvö ár síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjaneshöfn, nánar tiltekið í Njarðvíkurhöfn. Viðræður hafa átt sér stað milli Reykjanesbæjar og dómsmálaráðuneytisins en ekkert er fast í hendi
Varðskipið Þór Ef áformin ganga eftir mun Gæslan flytja skipareksturinn og þetta flaggskip íslenska varðskipaflotans verður gert út frá Njarðvík.
Varðskipið Þór Ef áformin ganga eftir mun Gæslan flytja skipareksturinn og þetta flaggskip íslenska varðskipaflotans verður gert út frá Njarðvík. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Senn verða liðin tvö ár síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjaneshöfn, nánar tiltekið í Njarðvíkurhöfn.

Viðræður hafa átt sér stað milli Reykjanesbæjar og dómsmálaráðuneytisins en ekkert er fast í hendi. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá ráðuneytinu að nýr dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, væri að setja sig inn í málið og hygðist funda með svokölluðum hagaðilum á næstunni.

Samkvæmt upplýsingum Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar mun byggingu skjólgarðs við Njarðvíkurhöfn og dýpkun hafnarinnar ljúka á þessu ári. Sú framkvæmd er grunnforsenda þess að

...