Helgi S. Gunnarsson, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heima, segir miklar tekjur borgarinnar af þéttingarverkefnum ekki hafa skilað sér í betri innviðum. Borgin innheimti hærri gjöld á hverja íbúð en áður en aukinn þéttleiki byggðarinnar auki tekjurnar enn meira á hvern hektara
![Vogabyggð Helgi kom meðal annars að skipulagningu byggðar í Vogabyggð. Það er eitt stærsta þéttingarverkefnið í sögu höfuðborgarsvæðisins.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/48b7d9e2-9f9b-45c3-b9cd-792065c0ca9e.jpg)
Vogabyggð Helgi kom meðal annars að skipulagningu byggðar í Vogabyggð. Það er eitt stærsta þéttingarverkefnið í sögu höfuðborgarsvæðisins.
— Teikning/ONNO
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Helgi S. Gunnarsson, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heima, segir miklar tekjur borgarinnar af þéttingarverkefnum ekki hafa skilað sér í betri innviðum. Borgin innheimti hærri gjöld á hverja íbúð en áður en aukinn þéttleiki byggðarinnar auki tekjurnar enn meira á hvern hektara.
Tilefnið er viðtal í Morgunblaðinu í gær við Þorvald Gissurarson, forstjóra og eiganda ÞG Verks, sem taldi aukna gjaldtöku á byggingu íbúða í borginni ekki hafa skilað betri innviðum.
„Þegar fólk kaupir nýja íbúð greiðir það oft yfir 20% af íbúðarverðinu í einhvers konar lóðargjöld og tengdan kostnað en fyrir tíu árum greiddi það kannski 10-15% af kaupverðinu í slík gjöld,“ sagði Þorvaldur meðal annars í viðtalinu.
...