Ekki mun koma til þess að þeir stjórnmálaflokkar sem uppfylltu ekki skilyrði um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá verði endurkrafðir um þau fjárframlög sem þeir þáðu frá ríkinu. Þetta er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem kunngjörð var á vef Stjórnarráðsins í gær
Ofgreiðslur Enginn flokkur fær endurkröfu vegna fjárframlaga.
Ofgreiðslur Enginn flokkur fær endurkröfu vegna fjárframlaga. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Ekki mun koma til þess að þeir stjórnmálaflokkar sem uppfylltu ekki skilyrði um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá verði endurkrafðir um þau fjárframlög sem þeir þáðu frá ríkinu. Þetta er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem kunngjörð var á vef Stjórnarráðsins í gær.

Kemur þar fram að ljóst sé að annmarkar hafi verið á framkvæmd úthlutunar fjármunanna af hálfu ráðuneytisins. Um misbrest hafi verið að ræða í verklagi við úthlutunina og hafi bæði stjórnvöld og þau stjórnmálasamtök sem hlut áttu að máli staðið í þeirri trú að þau ættu lagalegan rétt til fjárins. „Ef ekki hefði verið fyrir þennan misbrest hefði ráðuneytið haft tilefni til að leiðbeina stjórnmálasamtökum um skráningu, áður en fé var fyrst úthlutað úr ríkissjóði eftir lögfestingu skilyrðisins,“ segir

...