![Atli Árnason](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/546aefb0-62c6-41c2-98e2-443fecca68b5.jpg)
Atli Árnason
Ég hlustaði á útvarpsþátt fyrir nokkru síðan þar sem ágæt manneskja hafði rannsakað vel dulið ofbeldi á gömlu fólki, sem hún taldi að væri miklu meira en við gerðum okkur grein fyrir. Beið ég alltaf eftir því að nefndur yrði mögulega stærsti ofbeldisþátturinn að mínu mati, hið stafræna ofbeldi. Það var hins vegar ekki gert og þess vegna skrifa ég þessa grein.
Í starfi mínu sem læknir og sem virkur þátttakandi í samfélaginu hef ég gert mér grein fyrir að í hinni hröðu stafrænu þróun hér á Íslandi hefur ákveðinn hluti þjóðarinnar, sérstaklega síðan Ísland.is var sett á fót, verið skilinn eftir og fengið að éta það sem úti frýs.
Ég kynntist persónulega hinum hæga aðdraganda að stafrænu opinberu kerfi sem meðal annars fólst í því að ekki var lengur hægt að telja fram til skatts fyrir
...