![Páll Steingrímsson hefur staðið í ströngu frá því hann veiktist hastarlega í maí 2021.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/e87da7af-f34e-4915-af24-a594f9c90a62.jpg)
Ég fer bara að sofa, þetta er rétt um miðnætti. Klukkutíma síðar gerist eitthvað, ég veit ekki hvað það er en ég kemst til nágranna míns, næ þar að banka á útidyrnar og hníg svo niður í fangið á þeim.“
Með þessum orðum lýsir Páll Steingrímsson skipstjóri atburðarás sem hófst í byrjun maímánaðar 2021 og er gjarnan nefnd byrlunarmálið. Í upptöku á símtali nágranna Páls á Akureyri við Neyðarlínuna kemur fram að áður en Páll leið út af stundi hann því upp að hann teldi að eitrað hefði verið fyrir sér.
Fyrr um kvöldið hafði Páll þegið glas úr hendi fyrrverandi eiginkonu sinnar sem hann taldi að innihéldi ofureinfaldlega bjór af gerðinni Thule. Miðað við eitrunareinkenni sem nærri drógu hann til dauða, og mat eiturefnasérfræðinga á þeim, má ætla að í bjórnum hafi leynst innihald úr 15-20 töflum af
...