Vafalítið munu lesendur hafa gaman af að heyra sögu Magdalenu Tatala, en 200 mílur greindu frá því í janúar að hún hefði tekið við stöðu forstöðumanns fóðurmiðstöðvar Arctic Fish á Vestfjörðum. Magdalena fæddist í Póllandi en hefur komið sér vel…
Í fiskeldisnáminu hjá Háskólanum á Hólum fá nemendur vandaðan undirbúning.
Í fiskeldisnáminu hjá Háskólanum á Hólum fá nemendur vandaðan undirbúning.

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Vafalítið munu lesendur hafa gaman af að heyra sögu Magdalenu Tatala, en 200 mílur greindu frá því í janúar að hún hefði tekið við stöðu forstöðumanns fóðurmiðstöðvar Arctic Fish á Vestfjörðum.

Magdalena fæddist í Póllandi en hefur komið sér vel fyrir á Íslandi og fjölskylda hennar notið góðs af þeim mikla vexti sem hefur verið í íslensku fiskeldi, en heimilismeðlimir una sér afskaplega vel á Þingeyri og framtíðin virðist björt.

„Ég kom fyrst til Íslands árið 2016 og var þá 18 ára gömul. Ég vissi afskaplega lítið um Ísland og hafði ekki einu sinni hugmynd um hvað dagarnir geta verið stuttir á veturna og langir á sumrin á svona norðlægum slóðum. Þetta réðst af hálfgerðri tilviljun, en mér stóð til boða að starfa sem au pair í tvo mánuði

...