Átti Kristrún að gera áreiðanleikakönnun á Flokki fólksins við stjórnarmyndunina? Félagasamtökum sem að eigin sögn voru á barmi gjaldþrots hefði verið gengið að þeim vegna oftekinna ríkisstyrkja? Var það meinlaus „yfirsjón“ að gera það ekki?
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Í byrjun vikunnar, mánudaginn 3. febrúar, efndu oddvitar stjórnarflokkanna, ráðherrarnir Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland, til blaðamannafundar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.
Fundurinn var einstakur fyrir þá sök að í um það bil hálfa öld sem þingmálaskrá, það er listi yfir frumvörp einstakra ráðherra á komandi þingi, hefur fylgt stefnuræðu forsætisráðherra hefur aldrei fyrr en nú verið efnt til blaðamannafundar um listann. Hann er birtur með vísan til ákvæðis í þingsköpum alþingis en hefur ekkert bindandi gildi. Þar er aðeins að finna vísbendingu um frumvörp sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á komandi
...