Það dugar okkur að lögreglan hafi aðgang að nauðsynlegum vopnabúnaði til að ráða vel við vopnaða varhugaverða vígamenn.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Á dögunum lét Donald Trump frá sér fara yfirlýsingu þess efnis að hann gerði þær kröfur til aðildarlanda NATO að 5% af landsframleiðslu hvers lands yrði varið til hermála. Þetta eru gríðarlegir fjármunir og verður að telja þetta með ólíkindum. Í litla landinu okkar nema þessi 5% af landsframleiðslu hvorki meira né minna en rúmum 213 milljörðum íslenskra króna! Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem ábyggilega væri betur varið í flest annað nytsamara en hergögn. Fyrir þessa rúmu 200 milljarða mætti reka íslenska ríkið í nær tvo mánuði eða sjötta hluta ársins. Við höfum átt fullt í fangi með að reka heilbrigðiskerfi okkar og menntakerfi, vegakerfið hefur lengi liðið fyrir fjárskort en segja má að það sé með því versta í allri Evrópu. Vegir eru lagðir með miklum sparnaðaráherslum og fyrir vikið eru þeir bæði mjóir, ósléttir, hlykkjóttir og á mörkunum að vera í viðunandi lagi. Víða eru

...