Víkingur Heiðar Ólafsson er magnaður tónlistarmaður. Á skömmum tíma hefur hann haslað sér völl með undraverðum hætti og er kominn í röð fremstu píanóleikara heims.
Eftirspurn eftir píanóleik Víkings Heiðars er mikil. Hann hefur leikið í öllum helstu tónleikahúsum heims og fjölda annarra að auki.
Víkingur Heiðar býr yfir ótrúlegu næmi og miðlar tónlist af slíkri innlifun og útgeislun að unun er á að hlýða, hvort sem það er á tónleikum eða upptökum. Hann rennir sér í gegnum flóknustu verk af einstakri lipurð og að því er virðist áreynslulaust, en raunin er sú að þrotlaus vinna liggur að baki, ótaldar klukkustundir við píanóið allt frá því að hann var barn að aldri.
Hann er líka óhræddur við að ráðast á helstu verk tónbókmenntanna. Nú síðast lék hann Goldberg-tilbrigðin eftir Bach inn á plötu
...