Sentinel-1-ratsjármynd frá Copernicus EU, sem tekin var af hafinu milli Grænlands og Íslands á fimmtudag, gefur til kynna að hafís á þessum slóðum sé ekki mjög þykkur heldur meira og minna vetrarís sem hafi myndast undanfarnar vikur
Öldumynstur Greinilegt bylgjumynstur á íssvæðinu austur af Grænlandi sést á gervihnattamyndinni sem bendir til þess að hafísinn sé mjög þunnur.
Öldumynstur Greinilegt bylgjumynstur á íssvæðinu austur af Grænlandi sést á gervihnattamyndinni sem bendir til þess að hafísinn sé mjög þunnur. — Sentinel-1 ratsjármynd frá Copernicus EU

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Sentinel-1-ratsjármynd frá Copernicus EU, sem tekin var af hafinu milli Grænlands og Íslands á fimmtudag, gefur til kynna að hafís á þessum slóðum sé ekki mjög þykkur heldur meira og minna vetrarís sem hafi myndast undanfarnar vikur.

Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, sést með því að rýna í smágert mynstur sem kemur fram á hafísnum á myndinni að illviðri undanfarinna daga hafi náð að mynda bylgjur um alla hafísbreiðuna, frá ísjaðrinum og

...