Það þótti ekki við hæfi að vera með efasemdir, það flokkaðist sem svik við kvenfrelsið. Þægilegra var að ræna fjóra karlmenn mannorðinu.
Dómsalur 101 í Héraðsdómi. Ekki þarf alltaf að mæta fyrir dóm til að missa mannorðið. Dómstóll götunnar getur séð um það eins og ekkert sé.
Dómsalur 101 í Héraðsdómi. Ekki þarf alltaf að mæta fyrir dóm til að missa mannorðið. Dómstóll götunnar getur séð um það eins og ekkert sé. — Morgunblaðið/Ernir

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Það þarf ekkert sérstaklega mikið ímyndunarafl til að geta sett sig í spor karlmanns sem að ósekju er sakaður um áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi. Viðkomandi reynir að halda fram sakleysi sínu en fæstir trúa honum. Hið ríkjandi viðhorf er að enginn ljúgi slíku upp á aðra, þess vegna eigi alltaf að trúa þeim einstaklingi sem segist vera þolandi.

Þessi röksemdarfærsla um að trúa alltaf þeim sem ber fram ásakanir stenst vitanlega ekki skoðun. Ætíð eru einhverjir sem saka aðra um hluti sem þeir hafa ekki gert eða ýkja og skrumskæla svo mjög að frásögn þeirra á lítið skylt við það sem raunverulega gerðist. Það er einmitt vegna þessa sem rannsaka þarf mál ofan í kjölinn en ekki taka ásökunum

...