Pistill
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Utanlandsferðir krefjast nokkurs undirbúnings; kaupa þarf flug, bóka hótel og skoðunarferðir, panta borð á veitingastöðum og stundum leigja bíl. Fyrir okkur sem elskum að skipuleggja er þetta hin besta skemmtun og eykur aðeins á tilhlökkunina. En ekki eru allir jafn flinkir í því.
Kollegi minn og vinkona hér á blaðinu ákvað að koma manninum sínum á óvart í tilefni stórafmælis hans og pantaði vikuferð til Tene. Verkaskiptingin á því heimili, eftir þrjátíu ára sambúð, hafði alltaf verið sú að hann sá um allt umstang í kringum utanlandsferðir. En nú var komið að eiginkonunni að sjá um allt því ferðin var leyndarmál. Hún byrjaði á að bóka flug, sem gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig. Því næst bókaði hún fínasta hótel.
...