Þetta snýst ekki bara um föt heldur að búa til eitthvað sem endist. Við sem vinnum hér brennum allar fyrir því að berjast á móti fatasóun.
Gréta er hér í As We Grow-peysu, sjali og húfu sem er að detta í búðir fljótlega.
Gréta er hér í As We Grow-peysu, sjali og húfu sem er að detta í búðir fljótlega. — Morgunblaðið/Ásdís

Hönnun og tíska hefur alltaf verið mín ástríða,“ segir Margrét Arna Hlöðversdóttir, ávallt kölluð Gréta, framkvæmdastjóri og einn stofnenda íslenska hönnunarfyrirtækisins As We Grow og lögfræðingur.

„Mig langaði alltaf að vinna í þessum geira en fann mig ekki í hraðtískunni,“ segir Gréta og útskýrir að í hraðtísku sé áherslan frekar á meira magn, minni gæði og óvistvæn efni.

As We Grow er í nánu samstarfi við framleiðendur í Perú, en þar er langstærsti hluti alpaca-ullarinnar framleiddur. Fyrirtækið fékk nýverið styrk úr Heimsmarkmiðasjóðnum til þess að valdefla konur í Perú.

„Í lokaritgerð minni í lögfræðinni tók ég fyrir mannréttindamál sem ég hef alltaf haft áhuga á og tengist kannski núna vinnu minni hjá As We Grow því við höfum alltaf haft

...