Það virðist færast í vöxt að Rússar taki úkraínska stríðsfanga af lífi

Úkraínsk stjórnvöld hafa nánast allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu gagnrýnt framferði innrásarhersins og sakað Rússa um grimmdarverk á vígvellinum og utan hans. Þar á meðal hafa þau farið fram á að rannsökuð verði sönnunargögn og vísbendingar um að Rússar hafi ítrekað tekið stríðsfanga af lífi.

Á mánudag greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að aftökur Rússa á úkraínskum hermönnum, sem þeir hefðu tekið til fanga, virtust vera að færast í vöxt. Sameinuðu þjóðirnar eru með sérstakt eftirlit með framferði herjanna á vígvellinum. Kom fram að síðan í ágúst í fyrra hefðu „79 slíkar aftökur verið skráðar í 24 tilvikum“ af hálfu rússneska hersins.

„Þessi tilvik eiga sér ekki stað í tómarúmi,“ sagði í yfirlýsingu um málið. „Opinberar persónur í Rússlandi hafa berum orðum hvatt til ómannúðlegrar meðferðar og

...